Fyrir hönd stjórnar Hnefaleikafélags Reykjavíkur ( fréttatilkynning )


Í ljósi nýafstaðinna atburða tengdum hnefaleikaíþróttinni hefur stjórn
Hnefaleikafélags Reykjavíkur ákveðið að koma eftirfarandi skilaboðum á
framfæri.

Mennirnir tveir sem handteknir voru á Keflavíkurflugvelli í morgun í
tengslum við stórfelt fíkniefnasmygl eru ekki meðlimir HR. Í ágústmánuði
þessa árs tóku nýjir rekstraraðilar við rekstri félagsins og var gerður
samningur við fyrrverandi rekstraraðila félagsins þess eðlis að þeir létu
íþróttina og allt henni tengt óafskipt næstu 5 árin. Það eru fyrrum
rekstraraðilar HR sem um ræðir í þeirri frétt sem birt var í morgun.

Því kemur það eins og köld vatnsgusa þegar fregnir þess eðlis að aðilar
tengdir hnefaleikaíþróttinni hafi verið handteknir vegna fíkniefnasmygls,
ofan á allt annað sem á undan hefur gengið þessa vikuna.

Við viljum gera það skýrt að HR tengist þessum aðilum ekki, þau tengsl voru
rofin í ágústmánuði er BAG ehf. yfirtók rekstur HR og viljum að það sé skýrt
að nýjir rekstraraðilar, sem eiga ekkert skylt við þann verknað sem framinn
hefur verið, stýra nú félaginu í heilbrigðu samstarfi við ÍSÍ.

Í fréttafluttningi tengdu málinu hefur það verið tekið skýrt fram að þessir
menn starfi sem hnefaleikaþjálfarar, hafi verið klæddir merktum klæðnaði sem
tengdist hnefaleikaíþróttinni og hafi haft í fórum sínum hnefaleikabúnað
ætlaðan til sölu. Slíkt brýtur í bága við samning sem þeir undirrituðu við
Boxing ehf. í ágústmánuði sl. auk þess sem við fordæmum það að íþróttin sé
nýtt sem skjól til að smygla eiturlyfjum til landsins.

Mál þetta er stórt áfall fyrir alla þá sem hafa unnið að uppbyggingu
íþróttarinnar um árabil. Það að verknaður aðila sem úthýst hefur verið úr
íþróttinni geti sett svartan blett yfir allt það jákvæða starf sem aðrir
hafa unnið í sjálfboðavinnu til að vinna að veg og hag íþróttarinnar er
óásættanlegt og viljum við koma í veg fyrir að slíkur misskilningur myndist.

Fyrir hönd stjórnar Hnefaleikafélags Reykjavíkur,

Snorri Barón Jónsson


Þetta er copy/paste af tilveru.is

http://tilveran.is/id/1015822

Kveðja DFSaint