Jæja fólk, það er komin staðfesting á móti í Vestmannaeyjum 29. nóvember í Höllinni, sem er eitt glæsilegasta skemmti-og veisluhús á “landinu”, (sjá eyjar.is/veisla) og er gert ráð fyrir átta viðureignum í jafnmörgum þyngdarflokkum. Keppendum hefur ekki verið raðað nákvæmlega upp, en skýrist það um miðbik þessara viku, en við lofum góðu kvöldi í frábæru umhverfi Eyjanna. Miðaverði verður stilt í hóf og tekur húsið um 600 manns í sæti á aðalgólfi, svo eru svalir fyrir ofan þar sem fólk getur auðveldlega séð og fylgst með.

Nýverið var stofnuð hnefaleikadeild Íþróttabandalags Vestmannaeyja og viljum við með þessu móti stimpla hnefaleikanna inn í íþróttaflóru
Eyjanna, og verður þetta mikil kynning fyrir eyjaskeggja sem og aðra.

Ég vil hvetja þá sem hefðu áhuga á að fara og horfa á að setja sig í samband við Haffa í HR, þvi ætlunin er að reyna jafnvel að setja saman einhverja pakkaferð, sé áhugi fyrir slíku, og yrði það einskonar helgarferð, farið með seinni ferð Herjólfs á föstud. og komið með seinni ferð á sunnudegi, einnig er ferð á laugardaginn sjálfan.

Ég hvet alla sem hafa uppástungur og tillögur um hvernig gera megi
þetta fyrsta mót í Eyjum sem glæsilegast að hafa samband við undirritaðan hér.

Kv.

Óli.