Breski hnefaleikarinn Lennox Lewis, núverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur samþykkt að mæta Mike Tyson fyrrverandi heimsmeistara í þungavigt. Lewis sendi í gærkvöldi frá sér fréttatilkynningu, þar sem fram kemur að umboðsmaður Tyson hafi sent Lewis formlegt boð um að mæta Tyson í hringnum á komandi sumri.

Lewis fær að ráða stað og stund, en bardaginn verður aldrei fyrr en í júní í fyrsta lagi, þar sem Lewis mætir Hasim Rahman þann 21. apríl í Suður Afríku. Lögfræðingar Lewis eru nú í óða önn að undirbúa samningsdrög, en líklegt þykir að þeir samþykki að skipta með sér upphæðinni sem í boði verður.

Djöfull verður þetta all rosalegur bardagi! Ég get varla beðið. Eins gott fyrir Tyson að hann vinni. Ef hann tapar er ferill hans endanlega á enda að mínu mati og ég hef því miður ekki trú á því að hann hafi nokkuð að gera í Lewis. En maður veit aldrei… :)