Eins og flestir vita er Lennox Lewis núverandi heimsmeistari í þungavigt.

En ef maður pælir í því er hann búinn að vinna heila kynslóð af boxurum. Hann vann Oliver McCall en þó hafði hann tapað áður gegn honum.Svo tók hann risann Henry Akinwande en það var enginn bardagi því Akinwande hélt Lewis endalaust og hann vildi ekki sleppa.Svo vann hann Andrew Golata en hann var talinn með bestu þungavigtar boxurunum á þessum tíma eftir rimmuna gegn Riddic Bowe en hann féll í fyrstu lotu en hann var sagður á lyfjum áður en bardaginn hófst. Svo vann hann Shannon Briggs en hann var talinn mikið efni og ég horfði á bardagann og ég sá að það irði aldrei neitt úr honum eftir þennann bardagan.



Svo keppti hann á móti lítið þekktum manni að nafni Zelijko
Mavrovic Svo fór hann í bardaga við heimsmeistarann sjálfann á þessum tíma Evender Holyfield hann fór eins og flestir vita jafntefli en það var alger dómaraskandall og hefði Lewis átt að vinna bardagann. Enn þeir börðust aftur og þá vann Lewis enn ég held að Holyfield hefði átt að vinna þennan bardaga en ég held að dómararnir hefðu bara ekki þorað eða bara vinnast hann þetta skilið eftir fyrri bardagann.. En svo fór hann í tröllið Michael Grant sem var von Bandaríkja manna um að geta unnið Lewis en lewis tók hann í 2 lotum og sló hann sex sinnum niður..

En eftir þann bardaga fékk Lewis uppreisn og æru í Bandaríkjunum en svo fór hann í lélagasta þungavigtaheimsmeistara allra tíma Frans Botha og afgreiddi hann í tveim lotum og það var sko geggjað flott rothögg.Eftir Botha bardagann fór hann í smávaxna rotarann frá Hawai Davit Tua en það varð aldrei almennillegur bardagi úr því hann Lewis hélt honum bara frá sér með vinstri stungunni og vann örugglega á stigum.Eftir þann bardaga má vera að hann hafi ofmetnast eða eitthvað en hann átti að keppa á móti Hasim Raham sem var hálfgerður upphitunar bardagi fyrir Lewis-Tyson bardagann. En lewis kom þungur og hægur og Raham var nú ekki frægur fyrir það að slá laust og hann afgreiddi hann með rosalegu rothöggi í fimmtu lotu..En í seinni bardaganum kom Lewis öruggur og í góðu formi og steinrotaði Raham í fjórðu lotu. Svo var komið að bardaganum sem allir voru að bíða eftir Lennox Lewis vs Mike Tyson en hann Lewis barði hann í klessu og rotaði hann í áttundu lotu. En þá var komið að rotaranum Vitali Klitschko og Lewis hafði aldrei verið svona þungur á ferlinum. En þegar baraginn byrjaði sást að Lewis var riðgaður og rotaði Vitali hann næstum í annari lotu en í þeirri þriðju kom ljótur skurður fyrir ofan vinstra auga Vitali og var þá bardaginn stoppaður. En eins og ég sagði er hann búinn að vinna sem hafa verið verðandi áskorandar hann er líka búinn að vinna alla boxara sem hann hefur kept á móti..

Kveðja Hordy

PS.Afsaka srtafsetningavillur.