Hér á eftir ætla ég að segja aðeins frá boxkeppni milli Íslands og Danmörku sem haldin var í Íþróttahúsi Keflavíkur í gærkvöldi kl.20 í tilefni Ljósanætur 2003.

Ég mætti á svæðið kl.19:15 og voru þá mjög fáir mættir, en kl. 20 voru flestir mættir. Skemmtunin, eða ætti ég að segja leiðindin, byrjuðu á slaginu tíu mínútur yfir átta. Þetta byrjaði á því að Boxararnir voru kynntir og sagt hvaðan þeir voru. Svo var komið að ávarpi frá Steinþóri Jónssyni, formanni Ljósanæturnefndar og stóð ræðana hans í rúmar 5 mínútur. Næst voru á dagskrá þrjár litlar kynningarmyndar um Keflavík, Suður-Fréttir og svo síðast en ekki síst B.A.G boxklúbbinn í Keflavík. Það eina sem var að þessum myndum var sjónar hornið á þetta frá salnum, því þessu var varpað á vegg einhversstaðar úti í horni. Þegar þessar þrjár litlu myndir kláruðust var komið að afhendingu gjafa og gáfum við frændum okkar dönum lítið hraungrjót með litlum íslenskum fána á.

Og þá var komið að fyrsta bardaga kvöldsins sem var nú reyndar bara sýningarbardagi milli tveggja 12 ára danskra drengja. Eftir þennan bardaga, sem var þrjár lotur og endaði með sigri þess sem ég vissi ekki hvað hét, var komið að 15 min. Hléi. Í hléinu átti einhver lélegur rappari, Iceberg að skemmta, hann tók tvö leiðinleg lög. Og þega Iceberg hætti loksins að rappa var komið að öðrum sýnibardaga milli tveggja stelpna Andreu, því miður man ég ekki hvers dóttir hún er, og einhverjar danskrar stelpu. Sá bardagi var mjög skemmtilegur og endaði með jafntefli, þó að flestir gætu verið sammála um íslenskan sigur.

Núna byrjaði keppnin fyrir alvöru og var núna komið að Tomma Guðmundssyni VS Simon Sogegaard í yfirþungavigtar-bardaga. Þessi Simon var u.þ.b. 10 cm hærri en Tommi og dálítið feitur, en Tommi var miklu sneggri og hakkaði hann á sig 3-0 fyrir Íslandi.

Ísland 1 – Danmörk 0

Núna kom enn eitt hléið og í þetta sinn var hléið 20 min, en í þessu hléi var enginn rappari. Það voru eldgleypar sem skemmtu áhorfendum með listum sínum í u.þ.b. 6 min. En eftir þetta hlé gekk þetta eins og smurt og strax eftir hléið var komið að bardaga 2.

Bardagi 2: Bjarki Bragason VS Bobby Simonsen í veltivigt. Í þessum bardaga var Ísland með mikla yfirburði í fyrstu lotu en slaknaði svo aðeins á þeim í næstu lotum. En samt á Bjarki mikið hrós skilið fyrir flottan og snöggan stíl. Þessi bardagi fór einnig 3-0 fyrir Íslandi.

Ísland 2 – Danmörk 0

Bardagi 3: Þórður “Doddy“ Sævarsson VS Kenneth Nemming í léttvigt. Daninn var mjög mikið í því að taka utan um Íslendinginn og berja aftan á bak og hnakka og hefur hann eflaust tapað nokkrum stigum á því. En hann “Doddy” lét það ekki á sig fá og vann 2-1.

Ísland 3 – Danmörk 0

Bardagi 4: Skúli “Tyson” Vilbergsson VS Dennis Ronberg í millivigt. Þetta var síðasti bardaginn þetta kvöld og þegar hingað var komið var búið að blóðga alla danina, skyldi honum Skúla takast það líka. Í annari lotu tók daninn utan um haus Skúla og sveiflaði Skúla 90° og datt Skúli næstum. Þetta hefði daninn ekki átt að gera því nú varð skúli reiður og vann bardagann 2-1.

Lokaniðurstaða: Ísland 4 – Danmörk 0

Var þessi boxkeppni ekki mjög vel heppnuð fyrir utan það að bardagarnir voru mjög góðir og það er nú það sem skiptir mestu máli.