Talsmaður Lennox Lewis sagði á dögunum að Lewis myndi næst verja titil sinn á móti Hasim Rahman. Rahman hefur 34 sigra á bakinu og 2 töp. Fyrra tapið kom á móti David Tua í desember ´98, og var það tap mjög umdeilt. Rahman var á góðri leið með að sigra Tua, þegar að Tua smell hitti hann með sínum fræga vinstri krók, eftir að bjallan hringdi (Tyson hvað?). Rahman skjögraði aftur í hornið sitt en fékk ekki fimm mínútna hvíld eins og reglur segja um og bardaginn var stöðvaður í tíundu lotu þegar Tua hamraði á honum í köðlunum, hitti nær aldrei, en engu að síður sá dómarinn ástæðu til að stoppa. Seinna tapið kom þegar Oleg Maskaev sló Rahman út úr hringnum og ofan í fréttamanna stúkuna, enginn vafi þar á ferð. Ef af Lewis bardaganum verður er talað um að hann verði í Apríl. Er einhver sem heldur að Rahman eigum möguleika á sigri? Ekki ég.