Ég hef fylgst með hnefaleikum í nokkuð mörg ár og hef eins og margir beðið þess með óþreyju að Íslendingar eignuðust atvinnumann í hnefaleikum. Sá sem er líklegastur þessa stundina er Skúli “Tyson” Vilbergsson. Eins og Skúli er ég mikil aðdáandi “Irons” Mike og hef verið það síðan 1987, þegar ég sá hann fyrst. Eins og margir aðdáendur Tyson, hef ég margoft sopið hveljur yfir ferli Tysons utan hrings. Mér var því nokkuð brugðið, þegar ég sá viðtal við Skúla í blaði um daginn í Fókus, ef ég man rétt. Mér fannst eins og ég væri að lesa viðtal við upprennandi smákrimma, en ekki meztu vonarstjörnu okkar í boxinu. Hann viðurkenndi að hafa lent í löggunni nokkrum sinnum vegna umferðarlagabrota og væri nú búin að missa bílprófið..osf………jæja vona bara að Skúli láti löggurnar í friði, en berji á mönnum í hringnum í staðin. “Iron” Mike á bara að vera fyrirmynd boxara innan hrings, en ekki utan hrings.

kveðja gedklofi