Jæja, það er heldur betur að lifna yfir spjaldinu sem mun fara fram þann 21. Júní næstkomandi í Staples höllini í Los Angeles en þar munu turnarnir tveir Lennox Lewis og Vitali Klitschko mætast!

Lewis átti upphaflega að mæta kanadamanninum Kirk Johnsson og átti IBO titill Lewisar að vera að veði í þeim bardaga en Johnsson forfallaðist er hann middist á æfingu síðastliðin föstudag og verður frá næstu 4-6 vikur. Strax var farið að leita að eftirmanni Johnssons og var Vitali Klitschko lógígaski kosturinn þar sem að hann átti að berjast á sama spjaldi og var því búinn að vera í æfingabúðum auk þess sem Lewis var skuldbundinn af WBC sambandinu til að mæta Vitali í haust.

Nú er víst komið á hreint, og allir aðilar hafa samþykkt, að þessir turnar muni mætast í aðal bardaga kvöldsins og mun WBC titillinn, sem er af fletum talinn vera mikilvægasta heimsmeistarabetlið, vera að veði.

Það er spurning hvað gerist því að hvorugur þessara manna hafa verið að æfa með það í huga að mæta hvorum öðrum og vour skipulagðir andstæðingar þeirra mun minni en þeir tveir þannig að líklegt er að þjálfarar þeirra verði að hafa snör handtök til að koma þeim í form og skipuleggja áætlun fyrir turnabardaga.

Þetta verður mjög spennandi bardagi og tvísýnn. Á annað borð höfum við Vitali Klitschko sem er vel skólaður og höggþungur en ekkert ofboðslega hraður of rekar vélrænn í hreifingum og hefur þennan klassíska evrópska stirðleika og á hinn bóginn höfum við Lennox Lewis, 37 ára meistara sem hefur sýnt það og sannað að hann er einn af toppmönnum sinnar kynslóðar og er fremur stabíll boxari en hefur þó ekki barist í rúmt ár og er þektur fyrir að ganga illa í bardögum sem hann hefur æft of léttilega fyrir og ekki tekið alvarlega.

Ég ætla engu að spá um hvernig fer þó ég hallist að Lennox sigri á rothöggi en ég mun allavegana vera límdur við imbann!