Ef spurt er hver sé besti boxari allra tíma, geta menn rífist um það endalaust. Hins vegar er fáum sinnum rifist um það hver sé lélegasti boxari allra tíma. Því að eyða tíma í slíkan meting myndi einhver segja. Auk þess sem lélegur boxari er harla líklegur til þess að berjast oftar en nokkrum sinnum. Hins vegar eru undantekningar á þeirri reglu til.

Að mínu mati er lélegasti boxari allra tíma og jafnframt sá þrjóskasti engin annar en yfir millivigtar boxarinn Reggie Strickland. (leggið þetta nafn á minnið) En Reggie sem stundum berst undir nafninu Reggie Buse eða Reginald Raglin kemur frá Bandaríkjunum. Reggie er í dag 34 ára gamall og byrjaði sinn feril 1987 með því að tapa á móti Ellery Thomas sem einnig var að berjast sinn fyrsta bardaga. Hvað ekki slæm byrjun, Bernard Hopkins tapaði jú í sínum fyrsta bardaga.

Hins vegar skiljað þar með leiðir með þeim millivigtarmönnunum Hopkins og Strickland. Hopkins verður óumdeildur dux í millivigtinni ,en Reggie óumdeildur flux.

En síðan Reggie fór fyrst í hringin hefur hann barist 325, Reggie hefur unnið 60 bardaga þar af 10 með rothöggi. Hins vegar hefur hann tapað 247 bardögum og gert 15 jafntefli. Já tapað 247 bardögum. Geri aðrir betur segi ég. En meðal þeirra sem hafa notað Reggie sem æfingarpúða eru: Charles Brewer, Tocker Pudwill, Reggie Green, Derrick Harmon, Cory Spinks og Keith Holmes.

Nú myndu einhverjir halda uppi vörnum fyrir Reggie og halda því fram hann sé langt í frá lélegasti boxari allra tíma þar sem hann vann nú 60 bardaga. Og hafi barist við marga góða boxara. En ég segi á móti. Hvort sem hann í raun getur eitthvað eða ekki þá hefur hann versta feril boxara sem umgetur og er réttnefndur “versti boxari sögunnar”

p.s. Reggie hefur ekki enn gefist upp á boxinu barðist síðan 18 apríl á þessu ári og viti menn Reggie vann á stigum á móti Wayne Bogard. kannski er öll þessi reynsla loksins að skila sér.