Nú segja fregnir frá Bandaríkjunum að Lennox Lewis muni verja WBC og IBO þungavigtartitla sína í sumar á móti Kirk “Bubba” Johnson, en Johnson er víst tilbúin að berjast við Lewis fyrir brot af því sem WBC áskorandinn Vitaly Klitschko vill. En hver er Kirk Johnson og hvaða möguleika á hann móti Lewis.

Kirk er 31 árs gamal frá Kanada og með ferilinn 34-1-1 25rot, hann er um 110 kíló og 1,91 á hæð, ferilinn hjá Johnson er nokkuð góður miðað við marga af þeim boxurum sem nú prýða top 10 sambandanna, en hann er númer 8 hjá WBC, WBA og IBF og númer 9 hjá WBO. Fightnews.com hafa hann númer 12 og boxrec.com númer 9.

Helstu nöfnin á ferlinum hjá Johnson eru Ross Puritty,(sem sigraði Wladimir Klitschko), Danell Nichols sem Tua rotaði í IBF fjögra manna úrtökumótinum, um áskorendastöðu sambandsins árið 2001. Fyrrverandi milliþungavigtarmeistarinn Alfred Cole, sem náði jafntefli og sigri á móti Johnson í tveimur bardögum árið 1998 og 1999. Stærsti sigurinn á ferlinum kom síðan á móti Oleg Maskaev sem þótti mjög efnilegur en Johnson rotaði hann í 4lotu. Kirk vann síðan Larry Donald á stigum í WBA áskorendaeinvígi, En Donald var síðan rotaður í fyrsta og eina skiptið á sínum ferli af Vitaly Klitschko í sínum síðasta bardaga.

Með sigrinum yfir Donald fékk Johnson fyrsta tækifærið að keppa um stórann titill þegar hann barðist á móti John Ruiz. En sýndi frekar slappa framistöðu sló ítrekað fyrir neðan beltið, (þó verður að taka fram að Ruiz er nú einn af betri leikurum í þungavigtinni í dag) Og var dæmdur úr leik. Johnson virðist stunda slík vinnubrögð, þ.e. að slá fyrir neðan beltið þegar honum gengur ekki sem best, Ruiz var á góðri leið að sigra Johnson en í bardaga á móti Alfred Cole voru 3stig af Johnson og endaði bardaginn í jafntefli.

Eftir bardagan við Ruiz hefur Johnson barist tvisvar, við Jeremy Bates og rotaði hann í 2lotu og við Lou Savarese fyrrverandi Tyson fórnarlamb sem Johnson rotaði í 4lotu.

En getur Johnson sigrað Lewis, Já, ef hann hittir hreinu höggi líkt og McCall og ekki talandi um Rahman gerðu. Johnson er rotari, hins vegar er slær hann ekki bein og falleg högg, og varla hægt að kalla að Johnson slái beinar hægri. Heldur er hann “allur” í krókunum og þeir eru nokkuð góðir. Johnson stingur ekki sérstaklega vel, Lewis og Rahman eru báðir með mun betri stungur og Lewis ætti að geta nýtt sér stærðarmun og faðmlengd og haldið Johnson frá sér með góðum stungum og beinum hægri.

Kinnin á Johnson hefur aldrei verið fullkomlega könnuð, hann fór niður á móti Alfred Cole sem er ekki mikill rotari og jafnvel John Ruiz var nærri því að slá hann niður.

Allt segir að Lewis ætti að ganga frá Kirk frekar auðveldlega, hins vegar er Johnson á toppaldri fyrir þungavigtarboxar en Lewis að sjá sína síðustu daga sem boxari. Ef Johnson nær að halda sér frá Lewis, nota hringin og þreyta Lewis og þannig kannski ná að sigra Lewis í seinni hluta bardagans. Hins vegar ef hann ræðst beint á Lewis þegar bjallan glymur líkt og Grant gerði á móti Lewis er ég viss um að Lewis muni rota Johnson næsta auðveldlega.

Margir eru á því að þessi Lewis sé að vikja sér undan mun hættulegri bardaga við Vitaly með því að berjast við Johnson. Margt er til í því, enda má með rökum segja að Vitaly sé mun sterkari boxari en Johnson, bara það að Vitaly hafi stoppað Larry Donald sem Johnson gat ekki. Hins veger er bardaginn mjög áhugaverður fyrir þá staðreynd að Johnson og Lewis eru báðir Kanadamenn og yrði það í fyrsta sinn sem tveir Kanadamenn berjast um heimsmeistaratitil í þungavigt.

nóg í bili
kv. ASTASI