Eftir að hafa lesið boxpressuna síðustu vikur, er það ljóst að fáir eða engir gefa Rahman möguleika á sigri á móti Tua. Í stuttri samantekt á eastsideboxing.com kemur fram að af tæplega 60 boxspekúlantar sem hafa tjáð sig um bardagann eru einungis tveir sem segja að Rahman eigi eftir að vinna.

Ég sjálfur spái Tua sigri, en maður hefur nú verið beinlínis rasskelltur upp á síðkastið þegar maður var alveg viss um sigur t.d. Klitschko og Forrest.

Er eitthvað í spilunum sem segir að Rahman geti og muni vinna Tua, hann var nú á sínum tíma að útboxa Tua þangað til að Tua sló hann niður eftir að bjallan hafði glumið.

hvað segja Hugamenn