Þá er hann búinn fyrsti stóri bardagi ársins sem var á milli Casamayor og Garcia. Garcia var 9-1 underdog en hann skilaði mjög góðum bardaga fyrstu 5 loturnar og var með Casamayour i svolitlum vandræðum en hann tók við sér í 6 lotu og barði ágætlega á Garcia en missti síðan stig í enda lotunar fyrir að slá eftir bjöllu.
Og síðan í 9 lotu sló Casamayor hann Garcia niður með einni svaka vinstri sem á að vera hans sterkasta vopn en Garcia stóð upp og náði talningunni en þá kom Casamayor fljótur á hannn aftur og sló hann aftur niður og þá stöðvaði dómarinn leikinn.
enn nú má segja að hann Casamayor sé búinn að stimpla sig inn í þessum flokk sem ein af þeim bestu og þegar bardaginn var búinn þá öskraði hann bara á Freitas ja sem væri nú ekki leiðinlegt að sjá
en léiðinlegt að missa hann Garcia úr boxinu því hann mun líklega hætta eftir þette aðeins 25 ára:(

Og í undercardinu var hann Augie Sanches að berjast ,sem við munum nú eftir í þeim skemmtilega bardaga á móti Prinsinum en hann var að berjast við Luisito Espinosa en það er maður sem er í 3 sæti wbc listans og hann Sanches rotaði hann Espinosa í 4 lotu.
það er gaman að sjá að hann Sanches sé kominn aftur eftir þetta rosa rotthögg á móti Prinsinum og hann er óhræddur hann Sanches því hann vill rematch við Prinsinn.

Kveðja buxur….