Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað tekur við í þungavigtinni núna. Lennox Lewis er ekkert alltof virkur og hefur ekki verið það og bjartasta vonin hingað til, Wladimir Klitscko, tapaði óvænt á rothöggi fyrir frekar litlu nafni, Corrie Sanders frá Suður-Afríku. Málið er það að það er í rauninni enginn kominn fram ennþá sem getur tekið við af Lewis, allavega ekki frá USA, en Klitscko bræðurnir eru nú samt ekki dauðir úr öllum æðum, síður en svo. Mér finnst þetta tap minna mikið á tap Lewis fyrir Rahman, óvænt, hann tapar titlinum og stendur sig í rauninni bara mjög illa. Hljómar eins og vanmat og ef maður horfir á bardagann þá sér maður að Wlad var ekki uppá sitt besta. Hann á vafalaust eftir að gera eitthvað í framtíðinni. En svo er eitt sem gæti gerst. Lewis er jú orðinn gamall. Hvað ef hann tekur bardaga við Tyson og síða einn í viðbót þar sem hann tapar titlinum til minni spámanns? Þá er komin upp sú staða að Lewis er orðinn of gamall til að vinna titilinn aftur, óverðugur heimsmeistari kominn, og enginn sem getur tekið við, nema þá Klitsckoarnir, sem þurfa að vinna sig uppúr lægð. Svo er líka Chris Byrd. Ekki beint aðlaðandi heimsmeistari sem hefur þó verið að vinna hina og þessa, t.d. David Tua, Vitali Klitscko og Evander Holyfield. Ég er kannski bara svona gamaldags að hugsa mér ekkert annað en flottan rotara sem kann að boxa –> Lewis en ekki mann sem rotar ekki heldur vinnur á stigum –>Byrd.
Ég hef samt ágætis trú á mönnum ein og Audley Harrison en hann þarf náttúrlega að fá meiri reynslu, þótt hingað til hafi allt lofað góðu.
En allavega, hvað finnst ykkur um hugsanlega heimsmeistara framtíðarinnar? Á heimurinn eftir að sjá stóran heimsmeistara eins og Marciano, Louis eða Ali bráðlega?
Kv. Marciano