Sælir boxarar og aðrir áhugamenn. Mig langaði til að forvitnast fyrst að loksins sé búið að lögleiða ólympíska hnefaleika hvort það standi til að halda keppni í mismunandi þyngdarflokkum um íslandsmeistara titill?? Hvernig hafa forystumenn fyrir lögleiðingu ólympískra hnefaleika skipulagt þetta?? eða á bara að berja á útlendingum fram og til baka??? Væri ekkert síðra spennandi að horfa á bardaga um Íslandsmeistaratitill en að lemja á frændum vorum eða Kananum, svo ég tali nú ekki um þessa hollensku sem gaf íslenskum karlmönnum “F” puttann, hefði átt að skella mér í hringinn með henni til þess eins að standa vörð um land og þjóð!! hehehe. Ekki get ég annað séð en til að ákveða hver sé “rétthafi” ákveðins þyngdarflokks titils þyrfti að halda útsláttarkeppni?? Svo langaði mig til að forvitnast hvort að það séu einhverjar reglur um hversu lengi maður þyrfti að æfa hnefaleika til þess að vera “löglegur” í hringnum?? Þessum spurningum er helst ætlað forystumönnum B.A.G. og H.R.
Með vinsemd Knockout Kid