Oscar“Gullni drengur”De La Hoya hefur ekkert barist síðan 17.júni s.l þegar hann tapaði fyrir Shane Mosley.

Í staðinn sneri kappinn sér að tónlistinni, og með ágætum, virðist vera. Það er nefnilega búið að tilnefna hann til Grammy-tónlistarverðlaunanna í flokki Best Latin Pop. Þar mun hann keppa við Christinu Aquilera ásamt fleirum.

Grammy-verðlaunin verða afhent þann 21.feb n.k og “spennandi”:) að sjá hvernig Gullhnokkinn stendur sig.

Fyrir mitt leyti vona ég að þessi tónlistarfluga standi stutt yfir, og að hann fari að drulla sér í hringinn aftur.

Kveðja Rastafari