Næsti stóri bardagi í þungavigtinni er Tua vs Rahman II.

Þessi bardagi er “must win” bardagi fyrir báða, Tua verður að vinna til þess að eiga kröfu á að hefna fyrir síðustu tvö töp sín, á móti Byrd og Lewis og þetta er síðasta tækifæri fyrir Rahman að sanna sig sem raunverulegur áskorandi. Rahman á það á hættu ef hann tapar á móti Tua að hann verði flokkaður með þeim Oliver McCall, Botha, Ruiz og James “Buster” Douglas sem “one hit wonder” þungavigtarmeistari.

Annars á Rahman persónulegra harma að hefna á móti Tua, þar sem Rahman var næsta auðveldlega að vinna bardaga á móti þeim fyrir nokkrum árum, með því að stinga vel( en Rahman má eiga það að hann hefur eina hörðustu stunguna í bransanum) Tua sló hins vegar Rahman niður eftir að bjallan hafði glumið í 9lotu og Rahman náði sér aldrei eftir það og Tua lokaði bardaganum í 10lotu. Þótt margir séu á því að dómarinn hefði átt að stoppa bardagann og gefa Rahman sigurinn, gerði hann það ekki og Rahman hélt áfram þótt dasaður væri. Engin fyrir utan Rahman hefur sagt að Tua hafi viljandi slegið Rahman eftir bjölluna.

Tua er einn hættulegasti boxarinn í þungavigtinni í dag, bara fyrir þá staðreynd að næsta ómögulegt er að rota hann, auk þess sem hann getur rotað menn með einu höggi. Hins vegar hefur hann alltaf tapað þegar hann hefur mætt góðum andstæðingi sem hefur boxað í kringum hinn einhæfa Tua, (Byrd og Lewis) einungis Ike Ibeabuchi þorði að standa beint á móti Tua og skiptast á höggum við hann og bar sigur úr býtum þótt umdeildur væri.

Rahman er að mínu mati um margt líkur Corrie Sanders, (þótt Rahman hafi rotað Sanders) Því ferill hans var langt í frá merkilegur áður en hann rotaði Lewis í Suður-Afríku. Einu nöfnin á ferlinum voru þeir Tua og Oleg Maskaev sem báðir rotuðu hann og Maskaev sló reyndar Rahman út úr hringnum.

Hvað gerist, ég spái að Tua roti Rahman en hvað segja Hugamenn