Ég byrjaði nýlega að æfa hnefaleika og það hefur gengið bara mjög vel, ég er orðinn mjög góður í flestu sem viðkemur hnefaleikum.
Ég er t.d alveg GEÐVEIKT hraður, ég slæ heil FIMMTÁN högg á mínútu
(stundum jafnvel SEXTÁN) og kýli púðan af það miklum krafti að hann Hreyfist, þjálfarinn minn hrósaði mér einmitt í sambandi við höggþungan um daginn og sagði “You couldn´t punch your way out
of a paper bag boy.”. Úthaldið mitt er einnig mjög gott, ég æfi tvisvar í viku af fullum krafti í heilan klukkutíma (hef einu sinni ennst einn og hálfan).
Ég er samt sem áður ekki hinn fullkomni bardagamaður, minn akelíesar hæll er sá að ég rotast full auðveldlega, er með svokallaða glerkinn.
Í hvert sinn sem ég stíg inn í hringinn þá endar það með því að ég vakna úr roti á blessuðum striganum. Um daginn þá sló drengur sem er 30 kílóum léttari en ég mig með lítilli og lásí stungu og ég fór niður, svo þegar að ég sparraði við hann aftur einni viku síðar þá náði ég honum með hægri krók með sömu afleiðingum það er að segja að ég lenti aftur meðvitundarlaus á blessuðum striganum. Þetta hefur jafnvel gengið það langt að ég hef rotast af svona phantom höggum það er að segja höggum sem að er hent en hitta hins vegar ekki til marks, gott dæmi um phantom högg er höggið sem Mike Tyson rotaði Bruce Seldon með.
En nú tel ég mig sjá ljósið. Ég heyrði nýlega einhvern minnast á rotvarnarefni. Því langaði mig til þess að spurja ykkur drengina hér á huga.is meira út í þessi rotvarnarefni.
Ég hringdi í búð sem selur fæðubótarefni um daginn og þar könnuðust þeir ekki við að eiga neitt rotvarnarefni svo að það sem mér langaði til að byrja á að spurja að er:
Eru þessi rotvarnar efni Ólögleg???
Ef svo hvernig er þá helst hægt að nálgast þau?
Ef ekki veit einhver þá hvar þau fást?
Virka þau í alvöru talað? Þ.e.a.s minnka þau líkurnar á því að maður missi meðvitund/rotist?
Hefur einhver hérna notað Rotvarnarefni með góðum árangri?


Þakka fyrirfram fyrir góð og fræðandi svör.

Með kveðju

Alexande