Jæja, nú er hvað er næst? Boxið bannað aftur. Þetta er akkúrat það sem ég var hræddur um að myndi gerast ef Muy Tai og frjáls bardagi yrði haldið í höllinni þann 8. mars.

Tekið af www.mbl.is

Hnefaleikanefnd ÍSÍ leyst upp

“Á fundi framkvæmdastjórnar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í dag var ákveðið að leysa Hnefaleikanefnd ÍSÍ upp og mun framkvæmdastjórn ÍSÍ fara með málefni hnefaleikanna meðan rætt er við félög og íþróttabandalög sem tengjast þessari íþróttagrein. Er þetta gert í kjölfar þess að formaður nefndarinnar sagði af sér.

Á fundi Hnefaleikanefndar ÍSÍ sl. þriðjudag tilkynnti Ágúst Ásgeirsson að hann segði af sér sem formaður nefndarinnar. Ástæðan var sú ákvörðun forsvarsmanna Hnefaleikafélags Reykjavíkur, en tveir þeirra sitja í nefndinni, að hundsa eigin samþykktir og marg gefin loforð um að efna ekki til keppni í tveimur greinum bardagaíþrótta, Muay Thai og Frjálsum bardaga, á móti sínu í Laugardalshöll 8. mars sl.

Hnefaleikanefndin hafði rætt málið á tveimur fundum, 10. og 28. febrúar og á þeim báðum var mikil andstaða og keppni í þessum greinum ekki talin vera í þágu boxins og því lýst að leyfi til mótshaldsins væri bundið því að einungis væri keppt í ólympískum hnefaleikum á mótinu.

Fram kemur í tilkynningu frá ÍSÍ að sambandið hafi stutt frumvarp það sem Alþingi samþykkti og leyfði ólympíska hnefaleika. Stuðningur ÍSÍ var m.a. byggður á því að hnefaleikar væru ólympísk keppnisíþrótt og að fyllsta öryggis væri gætt í greininni. ÍSÍ vilji með engu móti taka þátt í að sýna og kynna íþróttagreinar þar sem mikil hætta er á að keppendur geti meiðst illa, jafnvel lífshættulega.

Þá megi leiða rökum að því að keppni í Muay Thai varði við landslög númer 92. frá 1956 um bann við keppni og sýningum á hnefaleik. Ólympískir hnefaleikar séu hins vegar leyfðir sérstaklega með lögum nr. 9/2002.”“hann (Ágúst Ásgeirsson) segði af sér sem formaður nefndarinnar. Ástæðan var sú ákvörðun forsvarsmanna Hnefaleikafélags Reykjavíkur, en tveir þeirra sitja í nefndinni, að hundsa eigin samþykktir og marg gefin loforð um að efna ekki til keppni í tveimur greinum bardagaíþrótta, Muay Thai og Frjálsum bardaga, á móti sínu í Laugardalshöll 8. mars sl.”

Ég skil ekki hvers vegna forsvarsmenn Hnefaleikafélags Reykjavíkur lofuðu á fundi Hnefaleikanefndar að halda þetta ekki en halda þetta svo?

Ekki nóg með það að þeir eru að brjóta lög heldur líka loforð. Ég skil ekki hvers vegna maður ætti að taka mark á nokkru sem þessir menn segja í framtíðinni. Víst þeir lugu upp í opið geðið á Ísí, af hverju ættu þeir ekki að ljúga að mér (eða einhverjum öðrum)???

Mér fannst þessi hugmynd fáránleg frá upphafi en það að ljúga að Ísí og lofa öllu fögru en halda þetta svo.

Ég tók einmitt eftir því að hvar sem þeir komu fram þá sögðu þeir aldrei frá því að þetta yrði ekki.

Ég vissi að ÍSÍ hafi bannað þetta stuttu eftir fundinn því að þjálfari/vinur minn Guðjón Vilhelm var í Hnefaleikanefndinni og hann hringdi í mig þegar hann gekk útaf þessum fundi og sagði mér þetta.

Við vorum að tala um þetta mál rétt áður en þetta var haldið og vorum að tala um að það hefði hvergi komið fram að þetta yrði ekki. En við vildum ekki trúa því að þeir myndu ganga á bak orða sinna og halda þetta. Okkur grunaði einna helst að þeir myndu ekki tilkynna þetta til að sem flestir myndu kaupa sér miða í höllina.

En var ekki ÍSÍ búið að segja að þið mynduð fara í keppnisbann ef þið mynduð halda þetta? Verða þá bardagarnir sem voru í höllinni þurkaðir af ferilskrá boxarana?
_____________________________________________________