vegna frétta um afsögn formanns hnefaleikanefndar ÍSÍ verð ég að senda frá mér eftirfarandi grein.

Hnefaleikafélag Reykjavíkur stóð ekki fyrir muay thai og freefight bardögum sem fóru fram í Laugardalshöll þann 8.mars síðastliðin heldur var það félag áhugafólks um blandaðar bardagíþróttir sem bauð upp á bardagana eftir að dagskrá Hnefaleikafélagsins lauk og var það margkynnt fyrir áhorfendum að dagskrá Hnefaleikafélagsins væri lokið.

Félag áhugafólks um blandaðar bardagíþróttir er akki aðili að ÍSÍ og hefur smekkur ÍSÍ á íþróttagreininni ekkert um þetta að segja frekar en hvort þeim líkaði boðskapurinn í textum Móra sem einnig kom fram um kvöldið og lofsöng kannabis.

Það var alfarið ákvörðun mín sem framkvæmdastjóra keppninnar að hafa þessar sýningar, ÍSÍ hefur ekkert um þær greinar sem ekki eru innan þeirra vébanda að segja, hvort sem það er fitness, kraftasport eða muay thai, það er sorglegt að ýmsar íþróttagreinar sjái sér ekki fært að vinna öðruvísi en utan vébanda ÍSÍ. Manni finnst það samt skjóta ansi skökku við að Íþróttasamband Íslands skuli beita sér gegn nýjum íþróttagreinum frekar en að styðja þær eins og búast mætti við.

Það var ekki eins og stuðningur ÍSÍ hafi verið að sliga okkur þegar að veið var að berjast fyrir lögleiðingu hnefaleika og ég vona að boxarar sýni öðrum íþróttagreinum þann stuðning sem við féngum ekki frá öðrum íþróttagreinum þegar að boxið var ólöglegt.

Íþróttasamband Íslands er greinilega ekki samband allra íþróttagreina heldur einungis þeirra sem forsvarmönnum ÍSÍ fellur í geð, þá aðallega boltaíþrótta.