Var að skoða upphitunarbardaganna á laugardaginn, veit auðvita ekki hvaða bardagar verða sýndir á Sýn, en þetta er nokkuð áhugavert efni.
Jean-Marc Mormeck vs Alexander Gurov / WBA 190 title
Winky Wright vs J.C. Candelo / IBF 154 title
Santiago Samaniego vs Alex Terra Garcia / WBA 154 title
Vonda Ward vs TBA / female heavyweights
Fres Oquendo vs Mo Harris / heavyweights
Lamon Brewster vs Joe Lenhardt / heavyweights
Gabriel Brown vs Sherman Williams / heavyweights
David Izon vs Al ‘Ice’ Cole / heavyweights
Ezra Sellers vs Jason Robinson / cruiserweights

Frakkinn Mormeck á móti Gurov um WBA Cruiser titilinn er mjög áhugavert t.d. hef séð nokkuð mikið af Mormeck og Gurov á Eurosport. Mormeck titilhafinn er með allt í lagi feril 28-2 (20rot) vann t.d. Virgil Hill, töpin koma mjög snemma á ferlinum á stigum. Gurov er 32-3 (27rot) Gurov er rotari, og t.d. rotaði þýsku May bræðuna báða. Hins vegar hefur hann tapað þrisvar þ.a.m. gegn Nate Miller fyrrverandi IBF Cruiser meistara. Öll hans töp hafa verið rot. Gurov hefur týpískan evrópskan stíl, mjög uppréttur, einnig er Gurov mjög hávaxinn. Mormeck er sterkur strákur sem hefur góðan stíl og á mikla möguleika gegn Gurov ef hann tekst að komast “inside”

Winky Wright er IBF létt millivigtarmeistari 44-3 (25rot) á móti J.C. Candelo 26-4-3 (18rot) Þetta er áhugaverður bardagi, milli tveggja hnefaleikamanna sem eru að berjast um að fá tækifærið til að berjast við Oscar De La Hoya. Þetta á sérstaklega um Wright sem margir vilja sá berjast við gulldrenginn. De La Hoya er ein stór ávísun fyrir þá sem berjast við hann og því takmark allra að fá tækifæri til þess og Wright verður ekki bara að sigra Candela sem er nokkuð góður boxari heldur einnig sýna heiminum fram á það að bardagi milli hans og De La Hoya sé óumflýjanlegur.

Santiago Samaniego er annar létt millivigtarboxar sem þarf að sanna sig til þess að geta gert kröfu um bardaga við De La Hoya eða jafnvel Vargas og Mosley. Hann er gamall í hettunni 36-6-1 (29rot) Hann er WBA meistari og kýs að taka sína fyrstu titilvörn á móti Alex “Terra” Garcia sem er ungur og ósigraður boxari 18-0 (16rot) Garcia er númer 14 á WBA listanum og hefur aldrei farið lengra en 6 lotur einnig hefur hann ekki barist við nein nöfn. Hins vegar hefur hann aldurinn sín megin og er ósigraður og spurning hvernig honum tekst að eiga við Samaniego, en Garcia hefur unnið síðustu 7 bardaga alla á rothöggi.

Í þungavigtinni er það Fres Oquendo sem á sigur yfir Cliff Etienne eins og Mike Tyson. Oquendo er 23-1 (14rot) sýndi frekar slappa framistöðu á móti Arias (brasílíska boxaranum) í sínum síðasta bardaga. Oquendo er frá Purto Rico og er þjálfaður af Felix Trinidad Sr. Nokkuð góður boxari, eins og hann sýndi á móti Tua, þangað til að Tua rotaði hann, en hann hefur því miður ekki höku eða höggkraft til þess að berjast á móti þeim allra bestu. Oquendo keppir á móti uppáhaldsæfingafélaga Lennox Lewis Mo Harris, en hann hefur kallað sig “besta boxara í heimi með 12 töp á bakinu”. Harris sigraði í 100þúsund dala mótinu hans Cedric Kustners og er allt í einu komin inn á top 10lista hjá IBF þrátt fyrir að vera með 19-12-2 (10rot) Það að telja upp þá sem sigrað hafa Harris væri langt mál en þeir frægustu eru Henry Akinwande, Vaughn Bean, Larry Holmes(var víst mjög umdeilt), Derrick Jefferson og Chris Byrd. Harris hefur nokkra góða sigra á ferlinum fyrir utan 100þúsund mótið, þá helst á móti Jimmy Thunder og David Izon. Harris er lýst sem góðum boxara, og þeir sem sáu 100þúsund dala mótið á Eurosport tóku eftir því að þegar hann vill getur hann boxað mjög vel. Hins vegar á Oquendo að taka Harris, enda mikið í húfi fyrir Oquendo þar sem heyrst hefur að ef hann vinni Harris muni hann komast það hátt á lista hjá IBF og WBA að Ruiz muni taka bardaga við hann næst ef hann vinnur Jones. Það yrði fyrsti bardagi um þungavigtartitil sem tveir boxarar frá Purto Rici eigast við og áhuginn fyrir þeim bardaga er mjög mikill.

Lamon Brewster vs Joe Lenhardt er bardagi í þungavigtinni þar sem Brewster verður að vinna til þess að halda stöðu sinni sem áskorandi WBO og eiga rétt á bardaga við Wladimir Klitschko einhvern tíman á þessu ári. Brewster er 28-2 (25rot) hefur varla barist á móti top 40 boxara fyrir utan Cliff Etienne og Charles Shufford sem hann tapaði fyrir. Lenhardt er 10-16-3 (4rot) er í raun æfingafóður fyrir Brewster og í raun ekkert sem gefur til kynna annað en Brewster gangi frá honum innan nokkura lotna.

læt þetta nægja í bili,
kv. ASTASI