Nú er bardagi næstu helgi sem verður vel þess virði að fylgjast með. Oft hefur maður haft gaman af því að spá í bardaga og getað notað ýmis rök fyrir skoðunum sínum. En hvernig verður RuizvsJones bardaginn, er einhver sem treystir sér til þess að spá fyrir um hann. Við erum að tala um meðal góðan þungaviktara á móti hæfileikaríkasta hnefaleikara okkar samtíma. Ég hef ekki verið hrifinn af Jones, mikið vegna þess við hverja og hvernig hann hefur barist, en því er ekki að neita að hann hefur fengið mikið þegar deilt var út líkamlegu atgervi.

Ég spái 12, leiðinlegum lotum, Jones vinnur á stigum, útboxar Ruiz og Ruiz verður eltandi hann allt kvöldið. En hvað ef Ruiz nær að negla Jones, erum við þá að tala um rothögg. Það er jú einhver 30-40 punda munur á þeim. Getur Jones eitthvað snert þungaviktara með þessum höggum sínum? Hann hefur ekki rotað marga eftir að hann þyngdi sig upp úr super millivikt.

Það væri gaman ef Jones ynni því Byrd væri þá, sennilega, hans næsti andstæðingur. Það er bardagi sem væri virkilega gaman að sjá. Hins vegar verður að gefa Ruiz kredit því hann hefur sannað að hann er harðari en fjandinn sjálfur, allar loturnar hans á móti dalandi Holyfield sanna það. Aðeins Ruiz og Riddick Bowe hafa náð að slá Holyfield niður, þannig að eitthvað getur Ruiz slegið.

Eins og ég segi, hvert skipti sem ég hugsa um þetta þá fæ ég nýja niðurstöðu. Þetta er náttúrulega stórviðburður þegar náttúrulegur milliviktari slæst um þungaviktar titil í hnefaleikum. En eitt er ljóst að ég sit límdur við skjáinn aðfaranótt sunnudags. Hvað með ykkur?????????