Ég vakti í nótt og sá bardagann og það er margt sem ég er að hugsa. Tyson var búinn að hætta næstum við bardagann og allan fjandann en ákvað síðan að berjast, fyrst átti hann að vera með flensu en sagði í gær að hann væri bakbrotinn. Það sem mig grunar er að þetta hafi verið blöff til að láta Cliffon halda að hann væri veikburða því að ég er ekki frá því að Tyson hefur ekki verið í betra formi í mörg ár. Það var eins og hann væri allt annar maður en á móti Lewis, hann var gífurlega hreifanlegur með flottar stungur og minnti mann bara á gamla Tyson! Erum við að fara að horfa uppá rosalegasta come-back síðan Ali tók Foreman? Það er aldrei að vita, maður missti næstum andlitið á því að horfa á hann í gær. Etienne var enginn kjöt seggur þó hann hafi alls ekki verið verðugur andstæðingur, það voru meira að segja sumir sem spáðu honum sigri eins og T.D. Bubbi. 49 sekúndur! Þetta var ótrúlegt, ég efa að Lewis hefði rotað hann á svo stuttum tíma, og enn betra….hefði Tyson verið eins á móti Lewis og hann var í gær hvernig hefði það farið??? Það sáu allir að Tyson var ekki hann sjálfur á móti Lewis, það var hræðilegt að horfa uppá þetta! Svo var Tyson alveg til fyrirmyndar og maður hefur aldrei heyrt hann tala eins gáfulega, er gamli Tyson að koma aftur????