Bardagi Erik Morales og Marco Antonio Barrera fékk hinn vafasama titil, Verstu úrslit ársins, á heimasíðu secondsout.com. Flestir voru sammála því að bardaginn hefði verið mjög jafn og nánast vonlaust að dæma um hver vann hvaða lotu og þótti það því furðulegt að einn dómaranna, Dalby Shirley,hefði skoraði átta lotur fyrir Morales en fjórar fyrir Barrera, þrátt fyrir að Morales hefði verið væri sleginn í gólfið í 12 lotu. Shirley þessi er núna atvinnulaus því maðurinn hefur verið viðriðinn flesta lélega dóma í gegnum árin, t.d Hearns v.s Leonard 2, en sá bardagi endaði með alræmdu jafnteli, eftir að Tommy “The Hitman” Hearns hafði slegið “Sugar”Ray Leonard tvívegis í gólfið. Einnig þótti bardagi Vivian Harris og Ivan Robinson mjög vafasamur, því eftir 10 lotur var Harris yfir hjá öllum þremur dómurunum en útaf einhverju fáránlegu kerfi sem þeir fara eftir í New Jersey, var bardaginn skoraður sem jafntefli. Hver voru verstu úrslit ársins að ykkar mati?