Bardagi Roy Jones og John Ruiz 1. mars n.k. verður væntanlega einn umdeildasti bardagi næsta árs þ.s. margar spurningar koma upp og verður sjálfsagt mörgum ekki svarað. Roy Jones fer væntanlega inn í bardagann um 190 pund en Ruiz 230 til 240 pund. Er hægt að ætlast til að Jones sigri? Hvað ef hann sigrar? Er Ruiz verðugur þungavigtarmeistari? Þolir maður með millivigtarbyggingu að fara á móti þungavigtara?
Mín skoðun er sú að Roy er umdeildur en frábær í sinni íþrótt. Ef hann stígur inn í hringinn 1. mars (það getur allt gerst þó skrifað hafi verið undir) og sigrrar Ruiz þá er ekki hægt annað en að taka hann alvarlega sem einn besta hnefaleikara síðustu ára. Önnur spurning vaknar einnig ef Jones vinnur (það er einhvern veginn skemmtilegra að velta sér upp úr því) og hún er; Hvað næst? Hvernig er hægt að halda áfram í lettari flokkunum ef hann klára dæmið 1. mars? Einnig er spurning hvort bardagi á móti Chris Byrd sé skynsamlegur fyrir Roy þ.s. Byrd er (að mínu mati) mun betri en Ruiz. Hvernig sem allt fer þá mæli ég með því að fólk horfi á þennan bardaga 1. mars n.k. (ef Sýn sjónvarpar honum) því ef einhver bardagi mun bjóða upp á allar hliðar íþróttarinnar þá verður það þessi.
Spá: Jones sigrar á stigum.