Ég hlakka mjög til að sjá þennan bardaga og vonast eftir því að Tyson roti lewis. En ég vonast einnig eftir sanngjörnum og löngum bardaga, en án allra bita,pung högga og bara dirty box eins og það er kallað á góðri íslensku. Ég veit að allir (eða að minnsta kosti ég) eru orðnir leiðir á þessari vitleysu í Tyson, hann hefði getað verið orðinn heimsmeistari fyrir löngu ef hann væri ekki hlaupandi um látandi eins og bandóður hálviti!! Hann er einn höggþyngsti maður í þungavigtar boxi í dag og hann á skilið að fá titillinn.
Það sást bara í Bæði Botha og Golota bördögunum hve kröftugur hann er í raun og veru. Mín niðurstaða er að lewis þolir ekki höggin hans og á eftir að lenda í gólfinu. Er einhver ósammála mér???