Í nótt fór fram alveg hreint æðisleg viðureign á milli tveggja hörðustu nagla hnefaleikana í dag að mati höfundar, Arturo “Thunder” Gatti og “Irish” Micky Ward.

Kapparnir höfðu áður mæst í júní á þessu ári í bardaga ársinns og jafnvel síðustu ára. Sá bardagi var blóðugur, hraður og með endemuum tvísýnn á köflum þarsem að skylmingaþrælarnir tveir stóðu löngum stundum beint á móti hvorum öðrum og skiptust á bombum. Báðir voru blóðugir og marðir en á endanum vann Ward á stigum en margir töldu að einu sanngjörnu úrslitin væri jafntefli eftir janf hugrakka og ótrúlega frammistöðu af hálfu beggja.

Það var hinnsvegar annað upp á teningnum í nótt í Atlantic City.
Bardaginn byrjaði mjög svipað þarsem að Gatti var fyrir utan og boxaði Ward og var duglegur við að koma inn skrokkhöggum og stungum. Bardaginn hélt svona áfram alveg fram í þriðju lotu þegar Gatti kom inn hægri neglu á eyra Ward sem fór niður. Jaxlinn Ward skoppaði þó fljott aftur upp en var verulega vankaður og á einhvern undraverðan hátt sem ég skil ekki enn tókst honum að klára lotuna en ég held að ég hafi sjaldan sé jafn vankaðan og meiddan mann standa af sér lotu áður, hvað þá svara fyrir sig með því að meiða Gatti seinna í lotunni!
Ward var ekki samur eftir þetta og gatti gat eiginlega slegið hann að vild það sem eftir lifði bardagans en Gatti sýndi það og sannaði að hann getur verið alveg ótrúlega skólaður og teknískur boxari þegar hann tekur sig til og missir sig ekki út í slagsmál. Hann hefur frábæra vörn og mjög góða stungu og fer vel í skorkkinn og það er synd að maður fær ekki að sjá hann nota þessa hæfileika sína oftar!
Það er skemmst frá því að segja að bardaginn fór á stigatöæfurnar en úrslitin voru aldrei í húfi, Gatti sigraði einróma með skorunum 98-91(2) og 98-90.

Þjálfari Gatti, fyrrum heimsmeirarinn í veltivigt James “Buddy” McGirt, átti greinilega mikinn þátt í skólun Arturo Gatti og virtist Gatti treysta ráðum McGirt fullkomlega sem hefur áræðanlega ráðið því að bardaginn datt ekki niður í götuslagsmál en Gatti hlíddi í einu og öllu því sem hornið sagði honum að gera.

Gatti var að vonum ánægður eftir bardagann og sagðist hafa boxað eftir planinu ólíkt fyrri bardaganum og sagði hann að það hefði skipt sköpum. Hann sagðist einnig vonast eftir að fá að berjast við Kostya Tszyu um heimsmeistaratitilin í léttveltivigt.
Ward hafði engar afsakanir og sagði einfaldlega að Gatti hafði verið betri boxari þetta kvöldið og hann hafi aldrei náð honum, alltaf þegar hann var u.þ.b. að fara að hitt ahann var hann horfinn, hann sagði einnig að það að hafa verið sleginn niður í 3. lotunni hafi algjörlega breitt því sem á eftir fór.

Um 3. bardaga sögðu þeir báðir að ekkert væri útilokað. Staðan væri 1-1 og ekki galið að fá úr þessu skorið en við vðerum bara að bíða og sjá!