Það er augljóst að margir þekkja ekki stigakerfið í áhugamannhnefaleikum og þar eru meðtaldir þeir Bubbi og Ómar, næst mæli ég með að þeir kynni sér reglurnar áður en þeir lýsa áhugamannahnefaleikum. Þetta er reyndar ekki mikil furða þar sem fæstir hafa nokkurntíman fengið að sjá áhugamannahnefaleika hér á landi.

Í mjög stuttu máli er gefið stig fyrir hreint högg sem nær í skrokk eða höfuð, ekki er gefið stig fyrir högg sem lenda á hönskunum eða ná ekki í gegnum vörnina. Boxari getur slegið 50 högg en náð bara 5 inn fyrir vörnina og fær þar af leiðandi bara 5 stig meðan að andstæðingurinn getur slegið 7 og náð öllum inn og þar af leiðandi fengið fleiri stig.

Stig eru gefin eftir hverja lotu og þau lögð saman í restina og sá vinnur sem hefur fleiri stig samtals, burtséð frá einstökum lotum.

Skori dómari þá jafna eftir bardagann skal dómarinn velja sigurvegara og getur hann gert það á grundvelli betri stíls, varnar eða annars sem honum fannst verðskulda sigur.

Það eru 5 dómarar sem skora bardaga (meiga reyndar vera) hvor í sínu lagi og skila áliti til yfirdómara sem tilkynnir miðurstöðuna.