Sælnú.

Sædís88 og ég, Immurz höfum ákveðið að segja af okkur sem stjórnendur hér á Börnin okkar. Ástæðan er hreinlega tíma -og áhugaskortur hjá okkur báðum.

Það sem er krefjandi við þetta áhugamál er hversu ungir hugarar eru og fáir sem eiga börn eða hafa áhuga á þeim og öllu þeim tengdu. Hugi er opinn öllum og því erfitt að ræða persónuleg málefni hérna án þess að það sé trollað. Þar að auki eru svo góðar síður fyrir barnafólk til eins og Barnaland og Draumabörn, sem eru mjög vinsælar og eru auk þess með lokuðum spjöllum.

Við auglýsum í leiðinni eftir áhugasömum og frjóum stjórnendum til að stjórna með henni PINKY okkar og minnum á að við erum ekki alveg farnar þó við séum ekki stjórnendur lengur :)

PINKY mun svo gera sér tilkynningu um meðstjórnendur síðar.

Með kveðju,
Sædís og Immurz.