Gleðilega Hátíð. Kæru notendur,

Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá,
og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinnin út um skeggið hlær.
Já sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.


Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla & farsældar á komandi ári, við ætlum að taka nýja árið með stæl og vera ofur dugleg við að uppfæra áhugamálið, hafið það sem allra best yfir hátíðarnar og njótið tímans með yndislegu börnunum ykkar, syskinum, foreldrum og öllum þeim sem eru ykkur kær!

Jólakveðja stjórnendur Börnin Okkar
PINKY, saedis88 og Hysteria