Nýju tölurnar líta alls ekki nógu vel út. 8.808 flettingar, sem gerir okkur í 67. sæti. Ekki alveg ánægð með það og vona að verði meira flæði af nýju og spennandi efni.
Vantar einhverja góða grein um málefni sem snertir okkur öll á einhvern hátt. Megið endilega koma með hugmyndir hingað og kanski einhver taki sig til og skrifi grein eða þvíumlíkt.

Eins og glöggir notendur sjá þá er kominn nýr banner á áhugamálið. Kubbur stjórnandi hér á heiðurinn á honum :)

Verið endilega dugleg að senda inn efni. Besti árangurinn okkar á þessu ári var í apríl og þá vorum við í 50. sæti. Ég vil ólm ná betri árangri og lífga þetta áhugamál algjörlega.

Hjálpumst öll að og gerum þetta að eins góðu áhugamáli eins og það á skilið að vera!

Ég er með einhverjar hugmyndir af greinum sem notendur mega spreyta sig á að skrifa um:

Ættleiðingar

Ítarlegar upplýsingar frá ungum foreldrum á huga um ýmist sem tengist barneignum. m.a. Ákvörðun um að eignast barn. meðganga (við höfum fengið slíka grein frá Immurz en eins og við vitum þá eru engar 2 meðgöngur eins) hvernig foreldar og aðstandendur tóku í hlutina, fæðing og líf með barni :)

Æskuminningar: hvað stendur mest uppúr úr þinni æsku?

Downs syndrome: eiga þau ekki alveg jafn mikin rétt á að lifa ?
Já möguleikarnir eru nú alveg endalausir :)
Látið ljós ykkar skína og verið dugleg!
Ofurhugi og ofurmamma