Margir foreldrar andvarpa oft yfir börnunum sínum og sumir oftar en aðrir. Það er ekki alltaf dans á rósum að ala upp barn og sum þeirra virðast bara vera miklu erfiðari en önnur. Einhver hluti barna greinist með ofvirkni, en ofvirkni er talin vera líkamlegs eðlis, þ.e. vegna lítillar skemmdar í heila. Svo eru til s.k. kraftmikil börn. Þessi börn eru ekki ofvirk en skapgerð þeirra gerir það að verkum að þau eru aðeins erfiðari viðureignar en önnur börn. Venjulegar uppeldisaðferðir duga oft ekki á þessi börn og það sem sérstaklega einkennir þau er ótrúleg þrjóska. Ég ætla ekki sjálf að skrifa pistil um kraftmikil börn, en ég ætla að benda ykkur á alveg frábæra grein um þetta efni sem ég held að sé gott fyrir alla foreldra að lesa hvort sem börnin þeirra eru kraftmikil eða ekki, því það má alveg nýta margt af ráðunum þarna.

Kíkið hér –> <a href="http://www.isholf.is/arndisk/kraftmikil_born.htm">Kraftmikil börn</a
Kveðja,