Smá svona sem ég verð að segja ykkur frá :)
Sonur minn 6 ára byrjaði í skóla í haust, hann tekur skólabílinn á hverjum morgni og er svo stoltur af hvað hann er duglegur.
Skólabíllinn er hérna um kl 7:30 svo að ég vek strákinn svona 20 mín í 7.
Núna síðustu morgna er hann alltaf að flýta sér að borða og klæða sig til að geta farið út að bíða eftir bílnum, mér hefur fundist þetta smá skrítið þar sem hann vill bíða úti eftir bílnum (ég bíð alltaf með honum) svo í morgun þá spurði ég hann af hverju hann vildi bíða úti svona lengi og það stóð ekki á svarinu hjá stráksa “það er af því að þá getum við átt talitíma saman” mér fannst þetta svo sætt hjá honum en á sama tíma þá fattaði ég að þetta er eini tíminn á deginum sem við eigum saman bara við 2.
Þannig að núna verð ég að fara að finna einhvern annan tíma sem við getum átt bara við 2.
Einnig verð ég að reyna að gefa dóttir minni sem er að verða 5 ára svona tíma líka.
Hún fer í leikskólann rúmlega 7 þar sem elsti sonur minn keyrir hana um leið og hann fer í vinnu en hann á að vera mættur kl 7:30.