Ég var að skoða póst frá því í lok ágúst um lengingu skólaársins og verð að viðurkenna að það fauk all verulega í mig!! Ég get bara ekki séð neitt athugavert við þetta nema síður sé. Þó svo að nemendur séu í endalausum ferðalögum og útileikjum þá er ekki þar með sagt að þeir séu ekki að læra. Lærdómur byggist ekki á eintómum þurrum bókalærdómi heldur getur svo voða margt komið í staðinn. Þegar nemendur eru í ferðalögum er það ekki gert til þess að eyða tímanum í bara eitthvað heldur eru þau að læra!!!!! Haustin og vorin eru einmitt tilvalinn tími til að nýta góða veðrið. Vissulega er (eða á alla vega að vera) unnið úr þessum “vettvangsferðum” í skólanum og gert ýmislegt í kringum þær. Ferðirnar hafa ekki eingöngu skemmtanagildi. Á haustin er t.d. hægt að skoða gróðurinn í nánasta umhverfi, skordýrin, fuglana, o.s.frv. Út frá því er hægt að vinna margvísleg skemmtileg og fræðandi verkefni.

Vildi bara segja mitt álit,
Tigerlily