Kunnið þið einhver töfraráð við sinadrætti á meðgöngu ?
Ef ég er mjög þreytt í fótunum fæ ég rooosalegann krampa bara við það eitt að snúa mér í rúminu eða klæða mig í sokka, og oft á fleiri stað en einn í einu í fótunum.

Kallinn hlær að mér eins og fífl á meðan ég skoppa æpandi um öll gólf .. (án efa ógeðslega fyndið að sjá þetta, en þetta er hevví sárt!!!!)

Ég tek fjölvítamín .. og drekk frekar mikið vatn.

En ef þið kunnið á þetta .. deilið endilega visku ykkar með mér
:)

Zallý .. á 29. viku<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”
———————————————–