Bara smá svona fyndið sem gerðist heima hjá mér nýlega.

Maðurinn minn lá í leti uppi í rúmi og ég lá við hliðina á honum, sonurinn var sofandi, og stelpan mín 4 ára kemur askvaðandi inn í svefnherbergið til okkar, hlussast upp á magann á stjúpa sínum og segir með engliblíðri röddu .. “Pabbi minn .. viltu stórt tár í augað?” Svo brosti hún svo fallega ..
Pabbi hennar segir .. jájá .. en hvernig ætlar þú nú að fara að því, ég er ekkert að fara að gráta.
Þá verður hún MJÖG púkaleg í framan og svo kemur eitt risa *ræskj* og þar á eftir fylgdi ennþá stærra *hrækj*.
Ójá, hún hrækti í augað á pabba sínum .. og hann fékk svo sannarlega risatár í augað!

Ég varð að flýja fram til að hún sæji mig ekki tryllast úr hlátri, á meðan var pabbi hennar að gera sitt besta til að skamma hana .. en vá, þetta var ótrúlega FYNDIÐ!!

Spurning hvernig henni datt þetta í hug … <br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”
———————————————–