Fyrir rúmu ári voru kunningjakona mín og vinkona að tala saman og umræðan var um börn.
Ég tók ekki mikinn þátt í umræðunni enda var alltaf verið að trufla mig þar sem að ég var komin að því að eiga og auðvitað voru allir forvitnir.
En kunningjakona mín á þrjá stáka sem hún átti á 4 og hálfu ári en vinkona mín á tvo stráka sem hún átti á 3 árum og kunningjakona mín var að tala um að það hefðu verið svo miklu erfiðara að eiga allt í einu tvö börn heldur en þegar að þriðji stákurinn fæddist var það bara auðvelt.
Ég veit að það eru nokkrir hérna inni á huga sem eiga fleiri en eitt og jafnvel fleiri en tvö börn. Það væri gaman að heyra ykkar álit.
Hvernig er að eiga barn með stuttu millibili er það ekki erfitt að annast tvö mjög hjálparvana börn?
Sumir segja að það sé ekki gott að alast upp sem einbirni.
Sjálf hef ég verið að spá svolítið í þetta.
Kærar þakkir og mínar bestu Kveðjur,
Krusindull