Jæja, gott fólk!
Hvað finnst ykkur um það þegar stelpur eða konur fara í fóstureyðingu vegna þess að þær vilja ekki að börn “eyðileggi” líf þeirra? Sumir virðast halda það að það sé ekki hægt að ná langt í námi eða starfi og eiga börn í leiðinni. Mér finnst þetta rosaleg eigingirni.

Finnst ykkur að ef faðirinn er algjörlega á móti því að móðirin fari í fóstureyðingu að það ætti að banna henni það?

Ég vil taka það fram að ég er alls ekki á móti fóstureyðingum ef eðlilegar ástæður eru fyrir þeim t.d. ef stelpunni hefur verið nauðgað, hún er mjög ung eða að hún getur ekki af félagslegum eða fjárhagslegum ástæðum séð nógu vel um barnið.

Mig langar bara aðeins að fá að heyra ykkar álit :)
kveðja, Xenia