Hér er ein saga af eldri stráknum mínum þegar hann var í 6 ára bekk.
Það var bekkjarkvöld og allir sátu í rólegheitum og föndruðu jólaskraut og hlustuðu á jólalög en ég sá að minn var eitthvað mikið að pæla. Svo hallar hann sér að mér og hvíslar (sem betur fer!): “Mamma, mega pabbarnir bara koma ef mömmurnar eru dauðar?”
Ég auðvitað hrekk í kút og ætla að fara að segja eitthvað en lít í kringum mig. Og sjá, í kennslustofunni eru nákvæmlega tveir feður, báðir ekklar.
Af öllum gullkornum sonar míns held ég þetta hafi verið með þeim dýpri.<br><br>
Kveð ykkur,
danna
Kveð ykkur,