Mig dreymdi svo skrítinn en samt svona semi góðan draum í nótt sem mig langar til að athuga hvort þið hérna inni gætuð þýtt fyrir mig, sérstaklega kannski þið sem eigiðbörn :)

Ég var ólétt og systir mín var nýbúin að eignast barn (hún er ólétt í alvöru). Svo kom einhver pása á draumnum og næsta sem mig dreymir er að ég er búin að eiga og er komin með barnið heim, alveg rosalega fallega stelpu ! Mér leið svo vel með hana og ég hef aldrei fundið svona miklar tilfinningar gagnvart neinu. Ég var alltaf að knúsa hana og kyssa og kúra með hana uppí rúmi. Það var fullt af fólki í heimsókn að skoða hana en hún vildi bara vera hjá mér.
Síðan eru einhverjir að spurja hver pabbi hennar sé og ég segist bara ekki vita það, og fer svo að reyna að reikna út hver það geti verið, eins og rosa margir komi til greina. Þá sá ég einhvern svip á stelpunni sem minnti mig á einn strák sem ég þekkti, en sendi fyrrverandi kærastanum mínum sms að hann væri búinn að eignast litla fallega stelpu. En þótt ég hafi sent honum það, þá var ég í rosalegum vafa um það hver pabbi hennar væri !

Þegar ég vaknaði var ég næstum því bara leið að þetta hafi verið draumur vegna þess að mig langaði svo mikið í þessu stelpu, mér hefur aldrei liðið svona, get ekki lýst hvernig mér leið, en leið svona eins og ég bara ætti hana virkilega og elskaði hana svo óendanlega mikið ! Þetta var ekkert smá raunverulegt…
Afsaka stafsetningar villur sem kunna að vera í textanum hér fyrir ofan!:)