Ég vinn á leikskóla og í sumar vorum við rosa mikið úti. Við vorum nýfarin út einn daginn þegar einn 4 ára kemur hlaupandi til mín alveg í sjokki og sagði mér að A og B (líka 4 ára) hefðu verið að pissa úti í grasi.
Ég labba til þeirra, alveg rosa ákveðin og reið í framan (bara til að koma skilaboðunum á framfæri, var ekkert reið í alvöru) og spurði þá hvort þetta væri satt. Þeir stóðu rosa skömmustulegir og B sagði “Fyrirgefðu, fyrigefðu, fyrirgefðu, fyrirgefðu, fyrirgefðu!!” A stóð fyrir framan mig og horfði niður í grasið og sagði “Ah, þetta var nú rosalega kjánalegt af okkur!”
Þessir tveir eru algjör yndi og alls ekki óþekkir. Þetta var bara aðeins of sætt. Ekkert smá erfitt að halda andlitinu við svona aðstæður.
-Það er snákur í stígvélinu mínu