Við fórum til noregs fyrir 3 vikum og vorum í 2 vikur.

Hún var alveg afskaplega óþekk við mig þarna úti, en í eitt skiptið þá bara gat ég ekki staðist hláturinn.

Hún var alltaf að klifra uppí kerruna sína og ég segjandi við hana með puttann á lofti “Nei! það má ekki klifra svona, það getur verið hættulegt”
Og tók hana alltaf niður, aftur og aftur og aftur.

Svo sest ég inní eldhús og er að fylgjast með henni, og hún byrjar að klifra aftur og ég fer til hennar og segi “Nei! Núna verður mamma bara að taka kerruna í sundur, þú mátt ekki klifra svona”

Svo tek ég kerruna í sundur og hún rosa skömmustuleg.
Ég legg kerruna niður og þá segir stutta, með puttann á lofti, við kerruna “Nei! Nei” og með puttanum og allt :'D
Og ég bara gat ekki verið alvarlg og hló bara og hló…

Oh….hún er svo mikill kjáni! Elska hana mest <3
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"