Jæja, á laugardaginn voru strákarnir okkar loksins skírðir, en eldri strákurinn var aldrei skírður á sínum tíma svo við skírðum þá saman núna :)

Eldri stráknum gáfum við nafnið Daníel Myrkvi og yngri strákurinn fékk nafnið Matthías Werner, í höfuðið á langafa sínum, Ólafi Werner (mannanafnanefnd hafnaði samt nafninu en við fengum að skíra hann samt, komum að því síðar).

Ég var svolítið stressuð fyrir athöfnina, bæði vegna þess að Daníel er rúmlega tveggja ára og ég var ekki viss hvernig hann myndi bregðast við því að fá vatn á hausinn og svo ef Matthías væri kannski á orginu allan tímann. En það varð nú ekki svo, Daníel var svo hissa á þessu að hann var bara í fangnu á pabba sínum alla athöfnina með puttann uppí sér og Matthías bara svaf. Þegar kom að því að skíra Matthías þá kölluðum við í langafann sem hélt á honum á meðan, hann var semsagt að heyra nafnið í fyrsta skipti eins og flestir aðrir, og mér skilst að hann sé bara mjög ánægður með að fá nafn í höfuðið á sér :) Tengdó meirasegja táraðist og allt hehe!

Þetta heppnaðist semsagt alveg fullkomlega veislan sjálf var ekki síðri :P