Var að komast að því fyrir viku að ég væri ólétt og ég er hætt með pabbanum en sagði honum að sjálfsögðu frá því en hann vill ekkert með barnið hafa og brítur mig endalaust niður og skipar mér að hafa hlutina eins og hann vill hafa þá og leyfir mér ekki að ákveða fyrir sjálfa mig…

Ég er búin að vera að hugsa þetta ekkert smá mikið og mig langar svo geðviekt mikið til þess að eiga þetta barn en það er bara eitt sem stoppar mig það er að strákurinn sem ég er með núna er ekki tilbúin tilað eignast barn strax en þrátt fyrir það er hann algjört æði og styður mig alveg 100% í hverju sem ég geri bara gallinn er sá að hann mun ekki hugsa um barnið með mér en hann er til í að gera allt annað.

Síðan er það annað að það hefur enginn trú á því að ég eigi eftir að geta þetta ég er í 51% starfi er að fá í kringum 100 þúsund á mánuði leigi ein í bænum á æðislega vini sem vilja hjálpa mér en því miður þá eru þeir vinir fáir sem virkilega hafa trú á því að ég geti þetta…. hvað mynduð þið segja stelpur hvernig var staðan hjá ykkur þegar þið urðuð óléttar hvernig voru tekjurna hjá ykkur og hvernig sáuð þið framá það að þið ættuð eftir að geta þetta ?
Ef þér lýst ekki á það sem þú sérð hættu þá að horfa…