jæja það er eiginlega tímabært að koma með svona þráð:P

ég er komin 20 vikur á leið og ég bara verð að segja ykkur frá draumnum mínum.

ég(19) og hann(20) vorum bestu vinir frá fæðingu og til 14 ára aldurs. svo byrjaði ég að fá skapsveiflur útaf blæðingum og hann var það versta sem gat verið í kringum mig þegar ég var á túr. svo varð ég ólétt og ég hugsaði ekki um annað en hvað ég þoldi ekki þennann helvítis hálfvita, ég talaði ekki við hann, allt sem hann gerði fór í taugarnar á mér, hann lyktaði illa og hann var endalaust með einhver ógeðsleg hljóð..

svo um daginn er ég sofandi, búin að sofa í c.a. 10 tíma þá byrjar þessi draumur. hann segir “hérna, afhverju ertu svona vond við mig?” og þá kom ég með þessa evil rödd og sagði “afþví ég hata þig!”

ég hata hann ekkert:S mér er bara illa við hann.. ég elska hann en ég bara þoli hann ekki..

svo dreymir mig allskonar fáránlega drauma eins og bróðir vinkonu minnar var töfralæknir og sagði að ég gengi með stelpu, svo var ég að reyna að bjarga stelpu frá því að vera stungin af milljón randaflugum, afþví ég var með mót-eitur í líkamanum mínum.

svo dreymdi mig líka að ég var í flugvél sem brotlenti í Gautaborg (ekki hugmynd afhverju þar) og ég fór í heimsókn til mömmu vinkonu minnar, hún var öskrandi aftur og aftur “þetta er stelpa!”
ég kemst ekki að því hvort það er fyrr en á miðvikudaginn..

eru einhverjar skemmtilegar meðgöngu drumasögur frá ykkur?:P