Ein af bestu vinkonum mínum er ólétt aðeins 14 gömul og ætlar að eiga það. Henni hlakkar ótrúlega mikið til en það er eins og hún sjái ekki hvað þetta er ótrúlega mikil vinna og hvað það er erfitt að ala upp barn - sérstaklega þegar maður er ennþá barn..
Mér finnst alltaf eins og ég eigi að segja eitthvað á meðan það er hægt að eyða því annars á það eftir að éta mig upp að innan ef þetta gengur illa. Gott að grípa inní hér að faðir barnsins vill ekkert með hana eða barnið hafa..
Ég vil bara að henni líði vel.
Hvernig get ég sagt henni hversu ótrúlega erfitt þetta er án þess að ég standi ekki með henni - ef þið fattið hvað ég á við ..
En auðvitað ef hún haldur í barnið ætla ég að stiðja við bakið á henni alla næstu mánuði, mæta á fæðingardeild, skírnina, afmælin eða bara að passa í framtíðinni <3
Það væri gott að fá einhver ráð eða skoðanir =)
An eye for an eye makes the whole world blind.