Málið er að kærastinn minn á strák sem er að verða 7 ára og hefur verið frekar mikil rúlleta um að fá strákinn til okkar, hann kom síðast til okkar í byrjun maí 2009!! og eitthvað voða lítið frá því við byrjuðum saman 2006, hann hefur séð bróður sinn(strákinn minn) held 4 sinnum frá því hann fæddist og hann er að verða 2 ára.

Við vorum búin að segja honum að hann ætti von á systur síðast og þar síðast þegar hann var hjá okkur en hann hefur ALDREI séð hana og mig kvíður rosalega fyrir því þegar hann hittir hana, sér að pabbi sinn er komin með 2 börn frá því hann sjálfur fæddist og það er lítið sem ekkert samband á milli kærasta míns og mömmu stráksins (búið að vera mikið vesen og ósætti) svo ég stór efast að mamma hans sé eitthvað búin að undirbúa hann undir að koma til pabba síns og vita að það sé lítil trítla á svæðinu og svo bróðir hans, hann man reyndar alveg eftir honum síðast þegar ég vissi(tengdamóðir mín hefur fengið símtöl frá honum).

En hann er sem sagt að koma til okkar núna á morgun og ég er að reyna á fullu að finna dótið hans í geymslunni nema málið er að það er allt eitthvað svo fyrir 2-4 ára krakka, enda hefur hann lítið fengið að vera hjá okkur, reyna finna það sem hann man eftir svo hann virðist ekki vera að koma í eitthvað algerlega óþekkt umhvefi, er samt svo rosalega spennt fyrir því að hann sé loksins að koma til okkar enda hafa samskiptin okkar á milli alltaf verið rosalega góð nema síðast þá var hann frekar feiminn við mig enda langt um liðið frá því hann sá mig, úff.

Æi ég vona að þetta gangi allt rosalega vel og hann meðtaki það að eiga líka litla systur! :)