Kemur svolítið seint en það verður bara að hafa það ;)

Á 13 viku er ég enn með vott af ógleði en hún fer smátt og smátt, verð bara að passa að borða lítið og oft og má alls ekki líða of langt á milli. Fyrir utan það er lítið að gerast og ég finn lítið fyrir því að ég sé ólétt, buxurnar aðeins farnar að þrengjast en varla meira en það.

Biðin að 20v sónarnum er ansi löng og manni finnst tíminn vera svo lengi að líða. Ég fór ekki í sónarinn fyrr en á 22 viku vegna þess að kærastinn var að vinna á Kanarí í 6 vikur svo á viku 15 - 22 er ég ein heima með tæplega tveggja ára drenginn okkar. Á 14 viku byrja ég í meðgöngujóga hjá henni Auði í Lótus Jógasetur og mér finnst það mjög gott. Það var einmitt ágætt á þeim tíma sem kallinn var úti að fá tvö kvöld í viku fyrir mig. Annars gekk það mjög vel að vera ein með strákinn (ég var frekar kvíðin til að byrja með) og gæti hæglega gert það aftur, það hjálpaði líka að það var nettenging á hótelinu sem hann var á þannig að við gátum Skype-ast á kvöldin og svona.

20vikna sónarinn kemur loksins og við höfðum ákveðið (eftir margar langar samræður) að fá ekki að vita kynið. Mér datt reyndar í hug að fá það sett í umslag sem yrði svo opnað á aðfangadag og okkur fannst það ágætis málamiðlun. Samt sem áður fylgdumst við bæði gaumgæfilega með í sónarnum :P Kallinn þóttist hafa séð glytta í typpaling en ég sá ekki neitt. Ég geymdi umslagið nú bara í veskinu mínu (vegna þess að ég týni öllu og ég treysti kallinum ekki fyrir því að sjá það því hann myndi pottþétt rífa það upp!). Ég hélt að ég gæti alveg beðið alla meðgönguna eftir þessu en þegar fór að líða á nóvember og jólin á næsta leiti var ég orðin ótrúlega spennt að fá að vita! Umslagið var síðan rifið upp kl 7 á aðfangadagsmorgunn. Ég gat varla sofnað um nóttina, ég var alltaf að hugsa um það sem væri að fara að gerast strax næsta dag! En kallinn hafði rétt fyrir sér, það var strákur :) Sem kom mér svosem ekkert á óvart, þá er helst planið allavega óbreytt (2 strákar með 2 ára millibili og svo stelpan eftir kannski 4 ár), nema það komi svo annar strákur næst :l hehe

Tíminn eftir jól er bara búinn að vera góður, er komin 34 vikur og frá svona 28 viku hef ég átt svolítið erfitt með svefn. Finn enga góða stellingu, þarf að hlaða púðum út um allt og svo vakna ég ef ég þarf að snúa mér. Snúningslakið tók síðan að rakna allt upp og ég nennti ekki að laga það. Fékk síðan mömmu í það á endanum og sef miklu betur fyrir vikið. Reyndar er ég farin að sofa stundum bara í stofusófanum, rúmið okkar er Tempur þannig að það laðast eftir líkamanum og það er hreinlega ekki að henta mér núna, ég sef töluvert betur í sófanum! En það er pínu erfitt að sofa þar samt, kallinn er t.d. mjög mótfallinn því (ég kúri samt með honum í rúminu þangað til hann sofnar) og svo er strákurinn að vakna á nóttunni og klifra upp í hjónarúmið og skilur ekkert í því að mamma sín er horfin (hann þarf að fara niður 3 tröppur til að sjá niðrí stofu) en hann tók einmitt upp á því um jólin að príla yfir rimlana á rúminu sínu svo hann er kominn í venjulegt barnarúm núna.

Hreiðurgerðin er síðan byrjuð fyrir löngu, en þetta er lítil íbúð og ég hef smá áhyggjur af plássleysi. Undanfarnar vikur er ég búin að vera að taka alla skápa í gegn og geymsluna, finna gömlu fötin og flokka ungbarnadótið frá hinu dótinu. Er búin að vera að versla smá en ég er að reyna að halda því í lágmarki þar sem við getum notað nánast allt frá eldri stráknum.

Núna er ég semsagt komin 34 vikur og aðeins 6 vikur í settann dag! Ég hætti að vinna mánuði fyrir settann dag, þann tíma ætla ég að nota í að fara í jóga í hádeginu (í staðinn fyrir á kvöldmatartíma) og undirbúa fæðinguna. Ég er að setja saman lista yfir það sem þarf að vera til, en ég er búin að kaupa mér svona stóran leikfimibolta sem er t.d. notaður í jóganu og margar konur kjósa að nota hann í fæðingunni, er komin með einn góðan, slakandi geisladisk en ætla að setja saman svona “fæðingar playlista” við tækifæri. Svo langar mig að hafa allt svo kósí hérna, ég er að fara að kaupa kertastjaka svona í stíl, ilmolíur og hitapoka til að hitta upp vögguna og föt barnsins. Ég splæsti mér líka í gæru úr lambaskinni frá íslensku fyrirtæki sem ég er reyndar að bíða eftir að fá senda heim.

Mig hlakkar voðalega til fæðingarinnar og alveg ligg yfir meðgöngu og færðingar umræðum, horfi á vídjó með vatnsfæðingum og heimafæðingum, les bækur og stunda jógað. Því betur undirbúin því auðveldara verður þetta. Líkami kvenna er gerður til þess að eiga börn, því undirbúnari sem við erum því betur erum við í stakk búnar til að takast á við þetta. Konur hafa fætt börn heima eða náttúrulega frá örófi alda, það var ekki fyrr en fyrir einhverjum árum sem einhverjum datt í hug að færa fæðingar yfir á spítala, í því yfirskini að gera fæðingarnar fjótari og “hafa meiri stjórn” á konunum! T.d. er það tiltörulega nýtt fyrirbrigði að kona liggji í fæðingu, en henni er eðlislægt að hreyfa sig og nota þyngdaraflið til að koma barninu út! En það er síðan efni í aðra grein og lengri!

Ég er stöðugt að ýminda mér mómentið sem við kúrum öll saman fjölskyldan upp í hjónarúmi í fyrsta sinn :) Ég veit ekki af hverju, ég held að það eigi eftir að verða yndisleg stund. (Við viljum hafa eldri strákinn með, en eins og ég sagði hér að ofan þá verður mamma í viðbragðsstöðu ef mér þætti óþægilegt að hafa hann eða honum þætti þetta óþægilegar aðstæður).

Jæja, kominn tími á að enda þetta. Held ég ætti bara að henda í eina grein, ég ætlaði bara að skrifa smá en svo kemur bara meira og meira :Þ