Ætlaði bara að segja ykkur að ég er byrjuð að nota taubleiur og þetta er bara voða skemmtilegt allt saman.

http://alfaliljur.is/index.php?option=com_virtuemart&page=shop.browse&category_id=19&Itemid=65

Á 9stk af þessum efstu sem eru með smellum og á 11stk af þessum númer 3. með frönskum rennilás.

Mjög góðar bleiur og ódýrari en á mörgum stöðum! þær hafa átt til að leka hjá mér en það er þá bara þegar ég nota 1 innlegg í bleiuna :)

En þetta er ekki ein mikið mál eins og fólk heldur, margir mikla þetta rosalega fyrir sér. En ég er bara með fötu inná þvottahúsi sem skítugar bleiur fara í og þvæ þær svo annan hvorn dag.

Ég náði fyrir heppni að krækja mér í 20 bleiur, 40 innlegg og 3 rúllur af hríspappírnum á 15þúsund krónur :) rooooosalega ánægð með það. Sérstaklega þar sem bónus var að hætta með libero og ég er engann veginn að fýla pampers eða euroshopper.

http://photos-b.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc3/hs024.snc3/11144_182435976190_604271190_3335349_5573045_n.jpg

hérna er mynd af henni með eina fjólubláa, veit að bleian er risa stór þarna en þetta eru one size bleiur og á myndinni er hún bara venjuleg, ekki búin að minnka hana um stærð :P
Ofurhugi og ofurmamma