Langar að setja inn ljóð sem að góður kunningi minn orti um það þegar að konan hans gekk með frumburðinn þeirra. Textinn var síðan settur saman við lag sem að Karl Örvarsson söng á Eldfuglinum 1991.

Ég hef þetta lag mjög oft í huga þar sem unnustan mín er núna gengin 3 mánuði með frumburðinn okkar :).

Laumuspil

Lag: Atli Örvarsson
Texti: Sigurður Ingólfsson

Kvöld eru löng
og koma stundum inn;
tíminn er kyrr
og kvelur daginn minn.

Inni í þér
er lítið laumuspil
og enginn sér
það undur verða til.

Viðlag:
Á meðan kvöldið hljóðnar
og himinn dvín
með barnið mitt í maganum
er mamma að prjóna líf
og munsturblað
er meira en það
sem margur annar veit.

Sól hnígur hægt.

Biðin er löng
og lyndir ei við mig
hönd læðist hljótt
og hjalar upp við þig.

Kippist létt
kúluveröldin,
ég finn það rétt
þar rumskar eilífðin

Viðlag:
Á meðan kvöldið hljóðnar
og himinn dvín
með barnið mitt í maganum
er mamma að prjóna líf
og munsturblað
er meira en það
sem margur annar veit.

Sól hnígur hægt.

Viðlag:
Á meðan kvöldið hljóðnar
og himinn dvín
með barnið mitt í maganum
er mamma að prjóna líf
og munsturblað
er meira en það
sem margur sér.

Sól hnígur hægt.