Ég er 18 ára, ég er trúlofuð daumaprinsinum og allt er á bleiku skýji fyrir utan eitt… hann á barn, eflaust fallegt og yndislegt barn.

Þetta barn er úr fyrra sambandi hanns og fæddisr eftir að við byrjuðum saman. Hanns fyrrverandi fór frá honum þegar hun var komin 5 mánuði á leið að mér skilst og við byrjuðum saman 2 mánuðum áður en það fæddist en nú er að verða komið ár síðan. Ég hef hitt barnið 4 sinnum. Það hafa ekki átt sér stað neinar pabbahelgar því þvímiður er maðurinn minn þannig að hann svarar ekki fyrir sig nema honum sé ogboðið og það þarf mikið til, réttast nær lætur hann alla vaða yfir sig.

mig langar mest bara að segja sögu mína frá byrjun.

Ég er búin að þekkja manninn minn í 5 ár og við erum búin að vera saman í rúmlega 1 ár.

þegar við byrjuðum saman vissi ég að hann ætti von á barni og hann var mjög hreinskilinn um það og við ræddum það oft og ég sýndi því mikinn skilning.

Barnið fæddist, maðurinn minn fór á spítalann og ekkert mál ég skildi það og bað bara að heilsa og sendi hamingju óskir.

fyrsta heimsóknin, ég sá drenginn í fyrsta sinn, gullfallegur lítill snáði. Móðirnin sem á annað barn (1árs) leit ekki á mig en talaði við manninn minn talaði um hvað dóttur hennar vantaði pabba og hvað selpunni þætti vænt um hann (hinn barnsfaðir hennar er búsettur i Danmörku). Mér fannst ekkert athugavert við þetta þó þetta væri ögn vadræðalegt.

Stuttu seinna tilkynnti maðurinn minn mér að ég væri ekki lengur velkomin á hennar heimili og að hún segði að þetta væri bara barn sem þau ættu saman og kæmi mér ekkert við.
Þetta var sárt en ég beit á jaxlinn.

Svo kom að þorrablóti og mig hlakkaði mikið til. þetta var sko kvöldið okkar og við ætluðum að skemmta okkur í tilefni þess að við værum nýbúin að trúlofa okkur. þear ég er að klæða mig kemur maðurinn minn og spyr hvort að barnsmóðir hanns mætti ekki koma í fyrirpartý hjá okkur. Þetta sló mig í framan eins og blaut tuska en ég þvingaði bros á varirnar og svaraði játandi.

Hún kom og ég lét eins og ekkert væri sjálfsagðara, heilsaði bara, sýndi mínar bastu hliðar og reyndi að gera bara gott úr öllu. Maðurinn minn fór í sturtu og á meðan töluðu hún og vinkonur hennar um samband hennar og mannsins míns og þeirra kynlíf og margt álíka skemtilegt.
Síðast var komið að brottför og maðurinn minn að klæða sig í jakkafötin inni í svefherbergi ég fer og ætla að tala við hann en þá er hurðin lokuð og önnur vínkvenna hennar stendur fyrir utan og grípur í mig og segir mér hvað það væri nú yndislegt ef þau væru saman og hvað það væri nú gott fyrir barnið og ég sagði einfaldlega að það væri ekkiundir mér komið að ákveða það.
Hurðin opnast og út kemur barnsmóðirin eins og þrumuský í framan og tautar eitthvað um að drengurinn verði bara hennarson.

Á ballið er svo komið og allir eru í fílu og þar með kvöldið okkar ónýtt. Þau tvö voru í fílu sitt í hvoru horninu og það endaði með að ég stóð upp og labbaði í burtu. Svo var ég á dansgólfinu að reyna að dreyfa huganum þegar ég sá manninn minn koma brosandi til mín og leit út fyrir að hann ætlaði að segja mér eitthvað, en þá var gripið í hann og barnsmóðir hans tilkynnti honum að þau þyrftu að tala saman og svo hurfu þau.
Ég beið í dágóðann tíma en svo fór ég að athuga málið og úti á stétt standa þau og hún hágrátandi og hann að reyna að hugga hana, ég stóð skammt frá en hvorugt þeyrra virtist taka eftir mér… það var eins og það hefði sprungið æð í höfðinu á mér ég þoldi ekki meir ég gekk inn í fatahengi og táraðist ég veit ekki hvort ég var sár reyð eða uppgefin en ég býst við að það hafiverið dálítið af hverju.

Eftir þetta gafst ég endanlega og ákvað að halda mér utan við þetts.

Það leið að skírn og mér var ekki boðið fyrr en ég var beðin um að mæta á síðustu mínútunum og til að hjálpa í eldhúsinu. En það var samt nóg til að reyða hana og aftur var maðurinn minn rifin afsíðis og hann talaður til.

Eftir það var hann rifinn í sundur í hvert skipti sem hann kom að hitta strákinn og það endaði með því að hann varorðinn svo bældur að hann hætti því.

hann hafði ekkert haft samband við hana síðan í apríl og svo kom það á daginn að síðustu helgi sendi ég hann einann á ball sem okkur langaði rosalega á (laugardaginn 3.okt.2009) en ég var heima að passa bróður minn bróður minn.
Á þessu balli hittir hann barnsmóður sína og þau semja um vopnahlé og fær hann að hafa strákinn nuna um helgina.

ég er enþá sár og hrædd og veit ekkert hvort að ég sé núna tilbúin að takast á við þetta. Ég ber einga virðingu fyrir barnsmóur hanns og það verður góður tími áður en ég geri það. þetta er búið að brenna sambandið okkar rosalega mikið.
og það sem verst er að ég veit ekki hvar ég stend í þessum vítahring.

hvað get ég gert ?
a ég að rífa aftur úr mér hjartað og bjóða það einhverjum sem kanski bara hendir því?
á ég að stroka út allt sem gerðist áður og byja upp á nýtt og láta endalaust vaða yfir mig ?
hvað finnst ykkur ?

ps. fyrirgefið langlokuna
Andrea loves her chrome.